Árnessýsla

Árnessýsla

Árnessýsla er sýsla á Suðurlandi sem staðsett er milli Þjórsár í austri og Hellisheiðar í vestri en nær þó vestur fyrir Svínahraun, niður undir Gunnarshólma.

Sýslan einkennist af landbúnaði og ferðaþjónustu, sem eru meginatvinnuvegirnir.

Í neðanverðri sýslunni er Flóinn svonefndi, mýrarsvæði milli Þjórsár, Hvítár (neðar Ölfusár) og strandarinnar. Ofar er þurrlendara og fjallendi inn til landsins. Þingvallavatn, stærsta vatn landsins, er í sýslunni, sem og þekktir ferðamannastaðir eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Þjórsárdalur.

Sýslan dregur nafn sitt af eyju einni í Þjórsá þar sem þing voru haldin til forna.
Gaulverjabæjarhreppur Stokkseyrarhreppur Eyrarbakkahreppur Sandvíkurhreppur Selfosshreppur Hraungerðishreppur Villingaholtshreppur Skeiðahreppur Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Biskupstungnahreppur Laugardalshreppur Grímsneshreppur Þingvallahreppur Grafningshreppur Hveragerðishreppur Ölfushreppur Selvogshreppur Árnessýsla