
Árnessýsla
Árnessýsla er sýsla á Suðurlandi sem staðsett er milli Þjórsár í austri og Hellisheiðar í vestri en nær þó vestur fyrir Svínahraun, niður undir Gunnarshólma.
Sýslan einkennist af landbúnaði og ferðaþjónustu, sem eru meginatvinnuvegirnir.
Í neðanverðri sýslunni er Flóinn svonefndi, mýrarsvæði milli Þjórsár, Hvítár (neðar Ölfusár) og strandarinnar. Ofar er þurrlendara og fjallendi inn til landsins. Þingvallavatn, stærsta vatn landsins, er í sýslunni, sem og þekktir ferðamannastaðir eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Þjórsárdalur.
Sýslan dregur nafn sitt af eyju einni í Þjórsá þar sem þing voru haldin til forna.
Gaulverjabæjarhreppur Stokkseyrarhreppur Eyrarbakkahreppur Sandvíkurhreppur Selfosshreppur Hraungerðishreppur Villingaholtshreppur Skeiðahreppur Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Biskupstungnahreppur Laugardalshreppur Grímsneshreppur Þingvallahreppur Grafningshreppur Hveragerðishreppur Ölfushreppur Selvogshreppur
Sýslan einkennist af landbúnaði og ferðaþjónustu, sem eru meginatvinnuvegirnir.
Í neðanverðri sýslunni er Flóinn svonefndi, mýrarsvæði milli Þjórsár, Hvítár (neðar Ölfusár) og strandarinnar. Ofar er þurrlendara og fjallendi inn til landsins. Þingvallavatn, stærsta vatn landsins, er í sýslunni, sem og þekktir ferðamannastaðir eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Þjórsárdalur.
Sýslan dregur nafn sitt af eyju einni í Þjórsá þar sem þing voru haldin til forna.
