
Stokkseyrarhreppur
Stokkseyrarhreppur var hreppur suðvestan til í Flóa í Árnessýslu, kenndur við bæinn Stokkseyri. Á seinni hluta 19. aldar fór fólki að fjölga mikið í hreppnum, aðallega vegna aukinnar útgerðar og verslunar, bæði á Stokkseyri og á Eyrarbakka. 1897 var vegna þessa ákveðið að skipta hreppnum í tvennt og var landshöfðingjabréf gefið út um skiptinguna hinn 18. maí. Hélt eystri hlutinn nafninu óbreyttu en sá vestri var nefndur Eyrarbakkahreppur. Hinn 7. júní 1998 sameinuðust hrepparnir tveir á ný og Sandvíkurhreppur og Selfossbær að auki undir merkjum sveitarfélagsins Árborgar.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:
- Skráningu lokið
- Skráning í vinnslu
- Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar