
Lýtingsstaðahreppur
Lýtingsstaðahreppur var hreppur í innanverðum Skagafirði, vestan Héraðsvatna, kenndur við bæinn Lýtingsstaði í Tungusveit. Hreppurinn náði frá bænum Krithóli, skammt sunnan Vatnsskarðs, allt suður að vatnaskilum á hálendinu þar sem skiptir milli norður- og suðurlands.
Margar sveitir voru innan Lýtingsstaðahrepps, Efribyggð og Neðribyggð eru vestan Svartár en norðan Mælifellshnjúks, undir Hamraheiði nefndist áður Fremribyggð. Austan Svartár og suður að bænum Tunguhálsi heitir Tungusveit og sunnan við hana tekur við Vesturdalur.
Vestan Vesturdals er Svartárdalur en austan Vesturdals er Austurdalur sem reyndar er að mestu í Akrahreppi en þó var bærinn Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi.
Við Héraðsvötn, gegnt Úlfsstöðum, Kúskerpi og Uppsölum í Blönduhlíð nefnist Dalspláss.
Landbúnaður er helsta atvinnugreinin á svæðinu en ýmsir hafa einnig atvinnu af þjónustu og dálítið þéttbýli hefur myndast á tveimur stöðum innan hins forna hrepps, á Varmalæk á Neðribyggð og á Steinsstöðum í Tungusveit. Jarðhiti er á nokkrum stöðum í hreppnum.
Kirkjur eru á Reykjum, á Mælifelli og í Goðdölum.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Margar sveitir voru innan Lýtingsstaðahrepps, Efribyggð og Neðribyggð eru vestan Svartár en norðan Mælifellshnjúks, undir Hamraheiði nefndist áður Fremribyggð. Austan Svartár og suður að bænum Tunguhálsi heitir Tungusveit og sunnan við hana tekur við Vesturdalur.
Vestan Vesturdals er Svartárdalur en austan Vesturdals er Austurdalur sem reyndar er að mestu í Akrahreppi en þó var bærinn Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi.
Við Héraðsvötn, gegnt Úlfsstöðum, Kúskerpi og Uppsölum í Blönduhlíð nefnist Dalspláss.
Landbúnaður er helsta atvinnugreinin á svæðinu en ýmsir hafa einnig atvinnu af þjónustu og dálítið þéttbýli hefur myndast á tveimur stöðum innan hins forna hrepps, á Varmalæk á Neðribyggð og á Steinsstöðum í Tungusveit. Jarðhiti er á nokkrum stöðum í hreppnum.
Kirkjur eru á Reykjum, á Mælifelli og í Goðdölum.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:
- Skráningu lokið
- Skráning í vinnslu
- Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar