Akrahreppur

Akrahreppur

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna, norðan frá Kyrfisá allt suður að Hofsjökli. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð.

Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Sveitarfélagið nær yfir Blönduhlíð og Norðurárdal, Kjálka og Austurdal allan nema hvað bærinn Bústaðir tilheyrir Sveitarfélaginu Skagafirði. Nokkur eyðibýli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.

Akrahreppur er sögusvið margra stórviðburða Sturlungaaldarinnar, þar á meðal Örlygsstaðabardaga (fjölmennustu orrustunnar), Haugsnesbardaga (mannskæðustu orrustunnar) og Flugumýrarbrennu.

Skáldið Hjálmar Jónsson bjó á ýmsum bæjum í Akrahreppi á 19. öld og er jafnan kenndur við einn þeirra, Bólu í Blönduhlíð.

Hér fyrir neðan eru taldar upp jarðir sem tilheyra þessum hreppi. Óskað er eftir ábendingum heimamanna ef einhverjar jarðir eru rangt skráðar eða ekki upptaldar hér.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar