Suðurnes

Suðurnes

Suðurnes er heiti sem haft er sem samheiti um þau byggðarlög sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vatnsleysustrandarhreppur með þéttbýliskjarnann Voga, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Garður, Sandgerði og Grindavík. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.
Heildaríbúafjöldi svæðisins er rúmlega 21.000 manns (2010). Í Vatnsleysustrandarhreppi um 1225, í Reykjanesbæ um 13000, í Garði um 1450, í Sandgerði um 1700, í Grindavík um 2700. Lengst af á seinni hluta 20. aldar var heilt byggðarlag á Keflavíkurflugvelli þar sem bandarískir hermenn og fjölskyldur þeirra bjuggu og voru þar yfir 5000 manns þegar mest var, en Keflavíkurstö
Gullbringusýsla
Suðurland Austurland Norðurland eystra Norðurland vestra Suðurnes Höfuðborgarsvæði Vesturland Vestfirðir