Borgarneshreppur
Borgarnes er bær á samnefndu nesi við Borgarfjörð. Þar búa yfir 2000 manns og er bærinn þungamiðja hins unga sveitarfélags Borgarbyggðar og þjónustumiðstöð fyrir nágrannasveitirnar auk þess að vera vinsæll áningarstaður ferðafólks. Þótt Borgarnes standi við sjó er þar nær engin útgerð stunduð. Bærinn var upphaflega í Borgarhreppi en varð að sérstökum hreppi, Borgarneshreppi, árið 1913. Hinn 24. október 1987 fékk Borgarnes kaupstaðarréttindi og kallaðist þá formlega Borgarnesbær. 11. júní 1994 sameinaðist Borgarnesbær Hraunhreppi, Norðurárdalshreppi og Stafholtstungnahreppi undir nafninu Borgarbyggð.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:
- Skráningu lokið
- Skráning í vinnslu
- Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar