
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur er sveitarfélag á Vesturlandi. Stundum er talað um Kjósina sem „sveit í borg“ vegna nálægðarinnar við Reykjavík. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður. Kjósarhreppur er 302 ferkílómetra að stærð og liggur í norðanverðri Kjósarsýslu.
Hreppurinn liggur að Reykjavík, Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit. Íbúar Kjósarhrepps voru 450 um aldamót 19. og 20 aldar en voru 144 um síðustu aldamót.
Börn í hreppnum sækja Klébergsskóla á Kjalarnesi. Félagsheimilið Félagsgarður hýsir skrifstofu hreppsins.
Um 600 frístundahús eru í hreppnum. Samkvæmt jarðarskrá 2005 eru 47 jarðir skráðar í Kjósarhrepp og þar af eru 37 í ábúð. Á 27 bújörðum er jarðareigandi ábúandi.
Í hreppnum er norðanverð Esjan, norðanverðir Móskarðshnúkar og norðanvert Skálafell, Kjölur, Kjósarheiði, Botnsúlur (sunnanhluti fjallaklasans), sunnan- og vestanvert Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Sandfell, Meðalfell, Möðruvallaháls, Sandfell, Eyrarfjall.
Hreppurinn liggur að Reykjavík, Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit. Íbúar Kjósarhrepps voru 450 um aldamót 19. og 20 aldar en voru 144 um síðustu aldamót.
Börn í hreppnum sækja Klébergsskóla á Kjalarnesi. Félagsheimilið Félagsgarður hýsir skrifstofu hreppsins.
Um 600 frístundahús eru í hreppnum. Samkvæmt jarðarskrá 2005 eru 47 jarðir skráðar í Kjósarhrepp og þar af eru 37 í ábúð. Á 27 bújörðum er jarðareigandi ábúandi.
Í hreppnum er norðanverð Esjan, norðanverðir Móskarðshnúkar og norðanvert Skálafell, Kjölur, Kjósarheiði, Botnsúlur (sunnanhluti fjallaklasans), sunnan- og vestanvert Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Sandfell, Meðalfell, Möðruvallaháls, Sandfell, Eyrarfjall.
Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:
- Skráningu lokið
- Skráning í vinnslu
- Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar