
Grindavíkurhreppur
Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík, og Þórir haustmyrkir Vígbjóðsson, er nam Selvog og Krýsuvík.
Erfitt er að ársetja landnám Grindavíkur nákvæmlega en talið að Gnúpur, eða ættmenn hans, hafi komið til Grindavíkur á fjórða tug 10.aldar og líklega valið sér vetursetu í námunda við Hópið.
Eitt af því sem helst einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík allt fram á síðustu öld var skipting hennar í þrjú hverfi: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi. Margt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna en sitthvað bendir til þess að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld.
Þetta voru þrír hreppshlutar og milli þeirra voru engin lögákveðin hverfamörk.
Engar óyggjandi heimildir eru tiltækar um mannfjölda í Grindavík fyrir 1703 en það ár voru íbúar 214 á 33 heimilum. Fólki fækkaði verulega á næstu árum vegna stóra bólu og ýmissa harðinda.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Erfitt er að ársetja landnám Grindavíkur nákvæmlega en talið að Gnúpur, eða ættmenn hans, hafi komið til Grindavíkur á fjórða tug 10.aldar og líklega valið sér vetursetu í námunda við Hópið.
Eitt af því sem helst einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík allt fram á síðustu öld var skipting hennar í þrjú hverfi: Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi. Margt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna en sitthvað bendir til þess að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld.
Þetta voru þrír hreppshlutar og milli þeirra voru engin lögákveðin hverfamörk.
Engar óyggjandi heimildir eru tiltækar um mannfjölda í Grindavík fyrir 1703 en það ár voru íbúar 214 á 33 heimilum. Fólki fækkaði verulega á næstu árum vegna stóra bólu og ýmissa harðinda.
Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.
Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is
Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:
- Skráningu lokið
- Skráning í vinnslu
- Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar