Sandgerði, Miðneshr. (Skráningu lokið)

Sandgerði, Miðneshr.
  • Landnumer: 0
  • Sveitafélag: Sandgerðisbær
  • Stærð jarðar: ha. 0.00
  • Ræktað land: ha. 0
  • Stærð að fornu mati í hundr.: 0.00
Mynd: Efra Sandgerði, elsta hús í Sangerði, byggt 1883.

Sandgerðisbær nær frá Garðskagatá í norðri að Ósabotnum í suðri. Kirkjustaður er á Hvalsnesi, en þar var Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld, (1614 - 1674) fyrst prestur árin 1644 - 1651.

Sandgerðisbær var draumasveitarfélag Suðurnesja árið 2007 og var í 13. sæti yfir öll sveitarfélög á Íslandi.
Jörð í ábúð

Ábúendur



 
 

Ferðaþjónusta

Íbúar í Sandgerði eru rúmlega 1700 og hefur verið nokkur fjölgun síðustu áratugi. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru helstu atvinnuvegir, einnig iðnaður, verslun og þjónusta í frekar smáum stíl.
Allgóð höfn er í Sandgerði og hafa viðamiklar hafnarframkvæmdir átt sér þar stað á seinni hluta 20. aldar.