Skarðshreppur

Skarðshreppur

Skarðshreppur var hreppur - á norðanverðum skaganum sem klífur austanverðan Breiðafjörð í tvennt, - kenndur við bæinn Skarð á Skarðsströnd. Hreppurinn varð til árið 1918 við skiptingu Skarðsstrandarhrepps í Skarðshrepp og Klofningshrepp. 1. september 1986 var svo Klofningshreppi skipt upp á milli nágrannahreppanna og féll þá nyrðri hlutinn í hlut Skarðshrepps. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Skarðshreppur 5 öðrum hreppum: Fellsstrandarhreppi, Haukadalshreppi, Hvammshreppi, Laxárdalshreppi og Suðurdalahreppi undir nafninu Dalabyggð.

Hér fyrir neðan verða skráðar þær jarðir er tilheyrðu þessum hreppi.

Ef þú hefur upplýsingar um þær sem uppá vantar, þá værum við afar þakklát ef þú vildir senda okkur þær á jord@svo.is

Skráningarstaða jarða í þessum hreppi:

  • Skráningu lokið
  • Skráning í vinnslu
  • Skráning ekki hafin - Vantar upplýsingar