ALLSTÓR SINUBRUNI Í MJÓAFIRÐI

Sinubrunar geta hæglega orðið stjórnlausir líkt og í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í júní 2015. Mynd af bb.is
Alls voru 15 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Ökumennirnir voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpi, Strandasýslu og víðar í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 141 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Tilkynnt var um eitt umferðarslys. Það var í Staðardal í Strandasýslu um miðjan dag í gær, sunnudaginn 12. febrúar. En þá valt jeppabifreið á veginum. Auk ökumanns voru fjórir farþegar í bifreiðinni. Meiðsl þeirra urðu minniháttar. Talið er að ökumaður hafi verið þreyttur og svefndrungi hafi orsakað atvikið. Ökumenn eru hvattir til þess að leggja ekki af stað ef þreyta er annars vegar og ef hún gerir vart við sig að stöðva og hvílast áður en haldið er áfram.
Einn ökumaður var kærður í liðinni viku fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Sá var stöðvaður í Önundarfirði aðfaranótt sunnudagsins 12. febrúar.
smari@bb.is
Sjá þessa frétt og fleira áhugavert á bb.is